Additional Resource

COVID-19 Uppfærsla (Icelandic)

Tímabundnar breytingar musteristilbeiðslu

13. mars 2020

Kæru bræður og systur,

Síbreytilegt heilsufarsástand víða um heim hefur vakið vaxandi áhyggjur. Mörg stjórnvöld hafa sett á takmarkanir sem hafa krafist tímabundinnar lokunnar fjölda mustera. Við höfum af kostgæfni leitast við að koma jafnvægi á þessar takmarkanir og nauðsyn þess að vinna musterisverk og ákveðið að gera eftirfarandi tímabundnar breytingar hvað varðar öll musteri um allan heim, sem taka gildi 16. mars 2020.

• Þar sem takmarkanir stjórnvalda eða aðrar takmarkanir á opinberum og/eða trúarlegum samkomum myndu í raun útiloka musterisstarf, verða helgiathafnir með staðgenglum og fyrir lifendur tímabundið aflagðar.

• Þar sem stjórnvöld eða aðrar takmarkanir útiloka ekki alla musterisstarfsemi, verða eftirfarandi musterisathafnir fyrir lifandi einstaklinga framkvæmdar einungis samkvæmt pantaðri tímasetningu og eins og geta leyfir: Helgiathafnir innsiglunar eiginmanns og eiginkonu og barna til foreldra og helgiathafnir laugunar og smurningar og musterisgjafar fyrir lifendur. Tímabundið verður ekki boðið upp á helgiathafnir með staðgenglum.

• Öllum gistihúsum mustera verður lokað.

Kirkjumeðlimum verður séð fyrir leiðbeiningum þegar þeir bóka tíma til að vinna að helgiathöfnum fyrir lifendur. Starfsfólk musteris mun hafa samband við þá einstaklinga sem þegar hafa bókað helgiathafnir.

Ráðstafanir verða gerðar í öllum musterum til að lágmarka áhættu á dreifingu sjúkdóma, svo sem að fækka musterisstarfsfólki, takmarka gesti við helgiathafnir lifenda og fara eftir leiðbeiningum um innbyrðis samskipti gesta.

Frekari upplýsingar verða veittar forsætisráðum mustera og fleiri breytingar verða gerðar eftir þörfum.

Við bíðum þess með eftirvæntingu að musteri verði aftur að fullu starfrækt, svo meðlimir og áar þeirra fái notið blessana musterisverka.

Virðingarfyllst,

Æðsta forsætisráðið og Tólfpostulasveitin

_____

Samkomum kirkjumeðlima frestað tímabundið um allan heim

Staðarleiðtogar munu eiga samráð um hvernig skuli gera sakramentið aðgengilegt fyrir meðlimi, hið minnsta einu sinni í mánuði

Æðsta forsætisráð og Tólfpostulasveit Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu sendu frá sér eftirfarandi bréf 12. mars 2020, ætlað meðlimum kirkjunnar um allan heim.

Kæru bræður og systur,

eins og lofað var í bréfi okkar frá 12. mars 2020, þá höldum við áfram að fylgjast með breyttum aðstæðum sem tengjast COVID-19 um allan heim.  Við höfum ígrundað leiðsögn staðarleiðtoga kirkjunnar, embættismanna stjórnvalda og fagfólks heilbrigðissviðs og leitað leiðsagnar Drottins hvað þetta varðar.  Við veitum nú eftirfarandi uppfærðar leiðbeiningar.

Allar opinberar samkomur kirkjumeðlima um allan heim skulu þegar í stað stöðvaðar tímabundið, þar til tilkynnt verður um annað. Það felur í sér:

  • Stikuráðstefnur, leiðtogaráðstefnur og aðrar fjölmennar samkomur
  • Allar opinberar guðsþjónustur, þar á meðal sakramentissamkomur 
  • Viðburði í grein, deild og stiku

Notið fjarfundarbúnað við alla nauðsynlega leiðtogafundi, þar sem mögulegt er. Sérstökum spurningum má vísa til prestdæmisleiðtoga heimasvæðis. Frekari leiðbeiningar tengdar öðrum málum verða veittar.

Biskupar skulu eiga samráð við stikuforseta sinn, til að ákveða hvernig skuli gera sakramentið aðgengilegt fyrir meðlimi, hið minnsta einu sinni í mánuði.

Við hvetjum meðlimi til að annast hver annan í hirðisþjónustu sinni. Við ættum að fylgja fordæmi frelsarans um að blessa og uppörva aðra.

Við berum vitni um elsku Drottins á þessum óvissutímum.  Hann mun blessa ykkur til að finna gleði er þið gerið ykkar besta til að lifa eftir fagnaðarerindi Jesú Krists í öllum aðstæðum.

Virðingarfyllst,

Æðsta forsætisráðið og Tólfpostulasveitin

Style Guide Note:When reporting about The Church of Jesus Christ of Latter-day Saints, please use the complete name of the Church in the first reference. For more information on the use of the name of the Church, go to our online Style Guide.